Bolludagur

Það styttist í Bolludaginn og við í Sesam Brauðhúsi erum að sjálfsögðu byrjuð að taka niður pantanir á bollum.

Líkt og undanfarin ár bjóðum við fyrirtækjum að panta sér bollur. Við skiptum pökkunum okkar upp í 2 pakka. Magntilboð fyrir þau fyrirtæki sem vilja fleiri en 20 bollur, og svo Sælkerapakkann. Sem er allt okkar vöruúrval. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.

Mesta úrvalið verður þó sem fyrr í bakaríinu hjá okkur. Þangað er öllum frjálst að mæta að kaupa bollu fyrir sinn vinnustað.

Hér að neðan er verðlisti í bollur til fyrirtækja og stofnana, varðandi afhendingar á Bollum á Austurlandi:

Reyðarfjörður: Sótt í Sesam Brauðhús
Eskifjörður: Keyrt á vinnustað fyrir klukkan 09.30
Neskaupstaður: Sótt í Nesbæ Kaffihús eftir klukkan 09.00
Aðrir staðir: Samkomulag

Til að leggja inn pöntun geturðu annað hvort fyllt út formið hér að neðan, eða hringt í síma 475 8000 á milli 10-13.

MAGNTILBOÐ

20 bollur eða fleiri (fylltar)
Hér geturðu valið þér eftirfarandi samsetningu

Bollur:
A) Bolla með rjóma, jarðaberjasultu og súkkulaðitopp
B) Bolla með rjóma, jarðaberjasultu og karamellutopp

VERÐ:
Vatnsdeigsbollur 20-49stk = 450.- kr stk
Vatnsdeigsbollur 50- stk = 430.- kr stk

Gerdeigsbollur 20-49stk = 450.- kr stk
Gerdeigsbollur 50- stk = 430.- kr stk

SÆLKERINN

Hér geturðu valið úr vöruvali okkar, allar þær bollur sem þig langar í.
Magn eða samsetning skiptir ekki máli.

Bollur:
Gerdeigsbolla
Vatnsdeigsbolla

Sulta:
Án sultu
Jarðaberjasulta
Rabarbarasulta
Sólberjasulta

Fylling:
Án rjóma
Hreinn rjómi
Jarðaberjarjómi
Súkkulaðirjómi
Karamellurjómi
Púnsrjómi
Irish Coffee rjómi

Toppur:
Enginn toppur
Súkkulaði
Karamelluglassúr
Súkkulaðiglassúr

VERÐ:
Fylltar bollur
Vatnsdeigsbolla = 490.- kr stk
Gerdeigsbolla = 490.- kr stk

Ófylltar bollur
Vatnsdeigsbolla = 265.- kr stk
Gerdeigsbolla = 265.- kr stk

Aðrar vörur
10x litlar vatnsdeigsbollur = 850.- kr
10x litlar vatnsdeigsbollur m/ súkkul = 890.- kr
Lúxus vatnsdeigsbolla = 595.- kr

Viltu panta bollur ? Hér að neðan geturðu fyllt út upplýsingar og við höfum samband við þig við fyrsta tækifæri

Nafn fyrirtækis
Netfang tengiliðs
Símanúmer
Titill