Bolludagur – pantanir til fyrirtækja

Það styttist í Bolludaginn og við í Sesam Brauðhúsi erum að sjálfsögðu byrjuð að taka niður pantanir á bollum. Bolludagurinn er mánudaginn 20. febrúar.

Líkt og undanfarin ár bjóðum við fyrirtækjum að panta sér bollur. Sjá nánari upplýsingar hér til hliðar. Við höfum tekið saman þær bollur sem við bjóðum upp á til fyrirtækja og komum til með að keyra þeim út snemma morguns.

Mesta úrvalið af bollum verður þó sem fyrr í bakaríinu hjá okkur á Reyðarfirði. Þangað er öllum frjálst að mæta að kaupa bollu fyrir sinn vinnustað. Þar bjóðum við upp á margar tegundir af fyllingu og toppum. Sjón eru sögu ríkari. Það verður opið bolludagshelgina hjá okkur, bæði laugardag og sunnudag, frá kl 09.00 – 15.00

Til að leggja inn pöntun fyrir þitt fyrirtæki og fengið afhent á bolludaginn geturðu hringt í síma 475 8000 á milli 08-14.

Síðasti pöntunardagur er föstudaginn 17. febrúar kl 12.00

Verð og vörulisti fyrir magnkaup:
– Bolla með rjóma, jarðaberjasultu og súkkulaðitopp
– Bolla með rjóma, jarðaberjasultu og súkkulaðiglassúrtopp
– Bolla með rjóma, jarðaberjasultu og karamellutopp

Vatnsdeigsbolla: 575.-
Vatnsdeigsbolla 15x bollur í öskju: 8.390.-
Vatnsdeigsbolla 30x bollur í öskju: 15.990.-

Gerdeigsbolla: 575.-
Gerdeigsbolla 15x bollur í öskju: 8.390.-
Gerdeigsbolla 30x bollur í öskju: 15.990.-

Sérframleiddar bollur: 695.-

Berlínarbolla: 450.-

Afhendingar á bollum til fyrirtækja og stofnanna*:

Reyðarfjörður: Sótt í Sesam Brauðhús
Eskifjörður: Keyrt á vinnustað fyrir klukkan 09.30
Egilsstaðir: Keyrt á vinnustað fyrir klukkan 09.30
Neskaupstaður: Sótt í Nesbæ Kaffihús eftir klukkan 09.00

* við gerum okkar besta að koma bollum á áfangastaði fyrir settar tímasetningar. Óviðráðanlega ástæður eins og veður og færð getur haft áhrif á afhendingu.